Nýliðaspil á miðvikudaginn

Á morgun verður síðasta nýliðaspil sumarsins.  Ræst er út frá kl. 17:30 - 18:30.

Hvetjum við alla nýliða klúbbsins til þess að mæta og spila golf í góðum félagsskap.  Hægt er að skrá sig til leiks á skrifstofa@gagolf.is eða í síma 462 2974. 

Reyndari kylfingar sem áhuga hafa á því að spila golf og aðstoða okkar nýliða eru velkomnir.