Nýliðaspil

Næstu þriðjudaga spilum við með nýliðum.

Nýliðar og aðrir GA félagar

Nýliðaspil verður næstu 3 þriðjudaga 19. 26. maí og 2. júní – Allir nýliðar eru hvattir til að mæta þar sem “vanir” kylfingar munu vera til taks og kynna fyrir nýliðum völlinn og spila 9 holur með þeim. ‘Agætu félagar látið þetta berast ykkar á milli og mætum og tökum vel á móti nýliðum í klúbbnum. Mæting á 1. teig frá kl. 19.30