Nýliðanámskeið vel sótt

Nýliðar
Nýliðar

Alls eru um 60 manns skráðir hjá okkur í GA á 3 nýliðanámskeið sem fram fara í Golfhöllinnu um þessar mundir.
Þetta er gríðarlega jákvæð þróun og greinilegt að það leynast margir verðandi kylfingar útí samfélaginu sem við viljum endilega fá inn í okkar fína klúbb.

Við viljum biðja alla GA félaga að skýna því skilning að á meðan námskeiðin fara fram að þá er Golfhöllin þ.e. púttvöllurinn og netin) uppbókuð og því ekki hægt að æfa sig á þeim tímum. 

Námskeiðn fara fram næstu 5 vikurnar: á miðvikudögum kl. 17-20 og á laugardögum frá 11:00-12:30 og 14:30-16:00.

Með golfkveðju,

Sturla og Stefanía