Nýliðanámskeið að hefjast hjá GA 11. Júní

Stefanía Kristín PGA nemi
Stefanía Kristín PGA nemi

Þann 11. Júní hefjast Byrjendanámskeið hjá GA fyrir sumarið 2019. Um er að ræða gríðarlega spennandi tækifæri fyrir þá sem vilja grípa aftur í kylfurnar eftir langa pásu eða þá sem vilja læra golf í fyrsta skiptið. Í boði verða tvö mismunandi námskeið þar sem styttra námskeiðið eru fimm skipti, 1 klst í senn og það lengra eru 8 skipti, 1 klst í senn. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir (PGA nemi) sér um kennslu við bæði námskeið en hún hefur öðlast gott orðspor sem kennari hjá GA síðustu ár.  

Allar nánari upplýsingar um þessi námskeið má sjá hér að neðan og á heimasíðu GA.

Nýliðanámskeið 1.

 • Námskeið á kr. 15.000.-
 • 5 skipti - 1 klst í senn.
 • Tvisvar til þrisvar í viku í tvær vikur.
 • Farið í dræf, járnahögg, högg í kringum flatir, pútt og spilaðar nokkrar holur á par 3 holu vellinum (eða í golfhermi í inniaðstöðu) þar sem farið er yfir hvað skuli hafa í huga þegar verið er að spila golf og helstu reglur leiksins.

Kennari er Stefanía Kristín.

Dagsetningar fyrir nýliðanámskeið 1, í júní:

 • 11. júní kl 17-18
 • 14. júní kl 17-18
 • 18. júní kl 17-18
 • 24. júní kl 17-18
 • 26. júní kl 17-18

 Nýliðanámskeið 2

 • Námskeið á kr. 35.900.-
 • 8 skipti - 1 klst í senn.
 • Tvisvar til þrisvar í viku í þrjár vikur.
 • Farið verður í öll högg sem íþróttin krefst af okkur eins og upphafshögg (dræf), járnahögg, högg í kringum flatir og pútt.  Einnig verður farið í spil í golfhermi, reglur í golfi, hvernig eigi að notast við golf.is og hvenær sé best fyrir nýliða að fara út á 18 holu völlinn að spila.
 • Árgjald á 6 holu völlinn Dúddisen er innifalið. Völlurinn samanstendur af sex holum allt frá 110m löngum holum niður í 30m langar holur og hentar því nýliðum mjög vel.
 • Einn 18 holu hringur á Jaðri innifalinn. Einnig hægt að skipta honum upp í tvo 9 holu hringi.

Kennari er Stefanía Kristín.

Dagsetningar fyrir nýliðanámskeið 2, í júní-júlí:

 • 11. júní kl 18-19
 • 14. júní kl 18-19
 • 18. júní kl 18-19
 • 24. júní kl 18-19
 • 26. júní kl 18-19
 • 1. júlí kl 18-19
 • 3. júlí kl 18-19
 • 5 júlí 18-19