Nýliðamót

Fjölmenni var í nýliðamóti sem haldið var í gær

Mót þetta var í leiðinni uppskeruhátíð nýliðanefndar ásamt þeim nýliðum sem gengið hafa í klúbbinn á árinu - spilað var Greensome og vanir klúbbfélagar spiluðu með óvönum.

Veðurguðirnir voru ekki alveg að spila með okkur í gær en mikil rigning var og þegar leið á kvöldið fór að blása en kylfingarnir létur það ekki á sig fá. Vídalín bauð upp á heitt kaffi og með því.

Það voru allir leystir út með flottum gjöfum sem tóku þátt - vill nýliðanefndin og Golfklúbbur Akureyrar þakka öllum þeim sem studdu við mótið og kylfingum fyrir þátttökuna.

Dregið var úr félagaleiknum "Vinur á Vin"

Á árinu hefur verið í gangi átakið "vinur á vin" sem hófst í fyrra.  Það felst í því að allir félagar sem hafa boðið vini að ganga í klúbbinn fóru í pott sem dregið var úr í lok mótsins.

  • 25.000 kr. afslátt af árgjaldi 2014 hlaut Jón Viðar Þorvaldsson
  • Miða á Arctic Open 2014 hlutu þau Kristjana Skúladóttir og Ægir Jóhannsson
  • Þátttökugjald í Akureyrarmót árið 2014 hlutu þeir Eiður Stefánsson og Ólafur Ágústsson