Nýjung í rástímabókun GA - morgungolf

Þar sem veðrið hefur heldur betur verið að leika við okkur núna í byrjun vikunnar og margir árrisulir farnir snemma af stað í golf á morgnanna höfum við opnað fyrir nýtt tilfang á golfbox fyrir rástímabókanir. Það heitir Jaðar - morgungolf og eru rástímar þar frá miðnætti fram til 6:50 og geta því kylfingar skráð sig á teig núna fyrir klukkan 7:00 á morgnanna.

Það hefur verið margt um manninn út á velli á morgnanna síðustu daga og er þetta gert til að koma til móts við þá sem vilja taka daginn snemma og byrja fyrr á rástíma. Skráning er með sama sniði og á hitt tilfangið þannig fólk getur skráð sig með sama fyrirvara - þegar farið er inn í rástímaskráningu kemur sjálfkrafa Jaðarsvöllur frá 7:00-22:50 en hægt er að breyta í Jaðar-morgungolf og bóka þannig rástíma fyrr. 

Sjáumst hress á golfvellinum.