Nýir starfsmenn til GA

Nýir starfsmenn GA, Valdimar og Sturla
Nýir starfsmenn GA, Valdimar og Sturla

Nú nýverið var gengið frá ráðning á aðstoðarvallartjóra á Jaðri.  Við fengum margar mjög góðar umsóknir og fór það svo að lokum að Valdimar Þengilsson var ráðinn í starfið.  Valdimar þarf vart að kynna fyrir GA félögum þar sem hann þekkir hverja þúfu á Jaðri eftir að hafa starfað þar sem sumarstarfsmaður í fjölmörg ár.

Það verða því tveir nýir starfsmenn sem munu hefja störf hjá GA á næstu mánuðum því eins og greint var frá um daginn þá mun Sturla Höskuldsson taka við starfi Golfkennara GA.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þá félaga eftir að hafa skrifað undir samning við GA.

Bjóðum við þá hjartanlega velkomna til GA og hlökkum til samstarfsins á næstu árum!