Nýjar brautir á Jaðri vígðar

Horft yfir nýju brautirnar
Horft yfir nýju brautirnar

Í gær voru nýju brautirnar okkar nr. 5 og 6 formlega opnaðar og er Jaðar því kominn í endanlegt form.  Búið er að taka allar 18 flatir vallarins og endurgera þær og er þetta því stór áfangi.

Það voru fjórar vaskar GA konur sem vígðu brautirnar í tilefni 100 ára afmælis kostningarréttar kvenna.  Þetta voru þær Anna Freyja, Halla Sif, Stefanía Kristín og Andrea Ýr.

Er það mál manna að brautirnar séu frábær viðbót við þær brautir sem fyrir eru hér á Jaðri og séu stór skemmtilegar.