Nýir teigar gerðir á 8. og 9. braut

Nýjir teigar.

Unnið hefur verið að gerð nýrra gulra teiga á 8. og 9. braut, þar sem þeir teigar sem fyrir voru eru orðnir býsna lúnir, enda alltof litlir til að þola þá stórauknu notkun sem verið hefur á Jaðarsvelli undanfarin ár. Lokið hefur verið við jöfnun teiganna og er tyrfing hafin á 8. teig. Næsta skref í teigagerð er stækkun gula teigsins á 5. braut.