Ný inniaðstaða formlega opnuð

Stefán Haukur Jakobsson heiðraður.

Mikið var um dýrðir þegar ný inniaðstaða Golfklúbbsins var formlega opnuð í gær 9. apríl. Fjöldi kylfinga og annarra gesta var viðstatt opnunina.

Formaður GA Halldór Rafnsson flutti ávarp í tilefni opnunarinnar og þakkaði Akureyrarbæ og Íþróttaráði fyrir þeirra aðkomu að nýju aðstöðunni og einnig þakkaði hann öllum þeim sjálfboðaliðum sem að verkinu komu kærlega fyrir þeirra framtak.

Nýja 18. holu vellinum var gefið nafnið DÚDDISEN í höfuðið á Stefáni Hauk Jakobssyni sem allir kylfingar á landinu þekkja undir nafninu Haukur "Dúdda" eða Dúddisen.

Við þetta tækifæri þá gerði stjórn GA Hauk að heiðursfélaga klúbbsins.

Sjá nýjar myndir í myndasafni.