Ný facebook síða á nafni Golfklúbbs Akureyrar er ekki síða á vegum GA

Í dag hefur einhver óprúttinn aðili stofnað síðu á facebook undir nafni Golfklúbbs Akureyrar og sent mörgum vinabeiðni og í kjölfarið skilaboð um að þeir hafi unnið í gjafaleik á vegum GA og hlekkur á vefslóð sem við hvetjum ykkur til að opna ekki. 

Við hjá GA viljum benda fólki á að hér er ekki um okkur að ræða og viljum við hvetja fólk á að samþykkja ekki vinabeiðnina og endilega reporta síðuna þar sem aðilinn siglir undir fölsku flaggi.