Norðurlandsúrval

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur að undanförnum vikum verið að skipuleggja æfingardagskrá fyrir afrekshópa GSÍ. Ennfremur hefur hann ásamt Ólafi golfkennara hér hjá GA og öðrum golfkennurum hér á norðurlandi sett saman æfingahóp - Norðurlandsúrval - Sem munu æfa saman og kemur Úlfar núna á morgun fimmtudag norður og hittir þessi ungmenni og æfir með þeim. Þetta eru 8 ungmenni héðan frá Akureyri, 5 frá Dalvík, 1 frá Sauðárkrók og 1 frá Ólafsfirði. Stuðst var við forgjafarviðmið afreksstefnu GSÍ innan hvers aldurshóps þegar valið var í þennan hóp.   Þau sem valin voru frá Golfklúbbi Akureyrar eru Ævarr Freyr Birgisson, Eyþór Hrafnar Ketilsson, Stefanía Elsa Jónsdóttir, Tumi Hrafn Kúld, Víðir Steinar Tómasson, Stefán Einar Sigmundsson, Kristján Benedikt Sveinsson og Daníel Hafsteinsson.  

Til hamingju krakkar.  

 Vegna þessa þá verður lokað í Golfhöllinni - kjallara frá kl.  14.30-18.00 á fimmtudag