Norðurlandsmótaröð unglinga 2010

Ævarr Freyr Birgisson fór á 73 höggum eða 1 yfir par
Ævarr Freyr Birgisson fór á 73 höggum eða 1 yfir par
Ævarr Freyr Birgisson fór á 73 höggum - 1 höggi yfir pari.

Sunnudaginn 13. júní fór fram fyrsta mót í Norðurlandsmótaröð unglinga 2010 og var það á Arnarholtsvelli (Dalvík).  Stór hópur af krökkum frá Golfklúbbi Akureyrar tók þátt í mótinu og komu mörg þeirra til baka hlaðin verðlaunum.  Eitt er víst að þetta er bara byrjunin á því sem koma skal því að ljóst er að GA á marga efnilega kylfinga.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Ævarr Freyr Birgisson, Ólöf Marín Hlynsdóttir og Erik Snær Elefsen sigruðu sína flokka.

Björn Auðunn Ólafsson, Stefanía Elsa Jónsdóttir, Tumi Hrafn Kúld, Harpa Jóhannsdóttir, Sævar Helgi Víðisson og Helena Arnbjörg Tómasdóttir voru í 2. sæti

Eyþór Hrafnar Ketilsson, Lárus Ingi Antonsson, Sigrún Kjartansdóttir og Stefán Vilhelmsson voru í 3. sæti.

Til hamingju krakkar!!!!!