Nokkur laus pláss í Höldur-Kia open

Fín veðurspá fyrir mótið
Fín veðurspá fyrir mótið

Nú á föstudaginn byrjar árlega Höldur-Kia mótið þar sem glæsilegir vinningar eru í boði. Þetta er eitt skemmtilegasta mót ársins þar sem leikinn er betri bolti og er veðurspáin nú öll að koma til. Það spáir fínu veðri á föstudeginum (12 stiga hita og sól) og svo er nú hitinn ekki lengi að koma í skrokkin þegar maður er lagður af stað í golf. Við hvetjum sem flesta til að nýta þessi lausu pláss, finna sér makker og skella sér í þetta geggjaða mót.

Verðlaunaskrá er sem hér segir:
1.sæti: 2x100.000kr gjafabréf frá Icelandair ásamt Titleist Ball Marker derhúfu
2.sæti: 2x60.000kr gjafabréf frá Icelandair ásamt Titleist Ball Marker derhúfu 
3.sæti: 2x50.000kr gjafabref frá Icelandair ásamt Titleist Ball Marker derhúfu
4.sæti: 2xTitleist StaDry standpoki ásamt Titleist regnhlíf og Titleist handklæði 
5.sæti: 2xTitleist lightweight kerrupoki og Titleist handklæði

Nándarverðlaun báða dagana:
4. braut: 10.000kr gjafabréf á RUB23 ásamt Titleist handklæði
11. braut: Gjafabréf fyrir tvo í Sjóðböðin ásamt Titleist handklæði
18. braut: Farsími eða spjaldtölva frá Vodafone ásamt Titleist handklæði

Lengsta drive báða dagana:
15. braut: Gjafabréf fyrir tvo í Vök baths og Titleist handkæði

KIA RIO FYRIR HOLU Í HÖGGI - Fari keppandi holu í höggi á 4. eða 18. braut vallarins vinnur sá heppni afnot af KIA Rio bifreið í eitt ár

Skráning fer fram á golf.is eða í síma 462-2974 
7.000kr kostar í mótið fyrir GA félaga, 8.000kr fyrir aðra.