Nettó Unglingamót - Úrslit

Á miðvikudagskvöldið síðasta fór fram Nettó unglingamót. Fyrirkomulagið var punktakeppni með forgjöf í einum opnum flokki. Mjög góð skor voru í mótinum, sem dæmi var Tumi Hrafn, sá sem vann mótið á 71 höggi, eða pari vallarins.

Úrslit:
1. Tumi Hrafn Kúld, 40 punktar
2. Fannar Már Jóhannsson, 39 punktar (20 á seinni). 
3. Óskar Jóel Jónsson, 39 punktar (18 á seinni).
4. Aðalsteinn Leifsson, 38 punktar (21 punktur). 

Nándarverðlaun:
18. hola: Kristján Benedikt Sveinsson

Lengsta teighögg:
15. hola: Kristján Benedikt Sveinsson.