Nettó og GA í áframhaldandi samstarf

Hallur frá Samkaupum og Steindór við Turninn
Hallur frá Samkaupum og Steindór við Turninn

Í dag skrifuðu Nettó og GA undir áframhaldandi samstarfssamning. Það voru þeir Hallur og Steindór sem skrifuðu undir samninginn hér að Jaðri. 

Nettó hefur á undanförnum árum styrkt GA og erum við ánægðir með að samstarfið haldi áfram. 

Þeir hafa verið sérstaklega áberandi í stuðningi við barna- og unglingastarf GA sem er okkur einkar mikilvægt. 

Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur hjá GA og þökkum við Nettó kærlega fyrir áframhaldandi stuðning við starf okkar.