Hjá GA leggjum við áherslu á að taka vel á móti nýliðum í klúbbinn, bæði þeim sem eru að stíga sín fyrsta spor og þeim sem hafa reynslu af golfi annars staðar frá.
Kennari: Brian Jensen
Það er með golfið eins og aðrar íþróttir það er alltaf einhver þröskuldur að sigrast á, en munum það að allir kylfingar hafa verið nýliðar. Við bjóðum upp á nýliðanámskeið allt árið um kring, á vorin og sumrin á æfingasvæði klúbbsins að Jaðri og á veturna í inniaðstöðunni okkar í Golfhöllinni (sem staðsett í kjallara íþróttahallarinnar). Æskilegt er að nýliðar sem ekki hafa fengið skráða forgjöf fari á slíkt námskeið.
Hægt er að sækja um aðild að klúbbnum á skrifstofunni í golfskálanum, með því að hringja í síma 462 2974, eða með því að senda inn umsókn í gegnum www.gagolf.is.
Boðið er upp á nýliðagjald kr. 46.000.-