Mótaskrá GA 2020

Þá er komin ágætis mynd af mótaskrá GA fyrir sumarið 2020 og hana má sjá hér neðar í fréttinni.

Við verðum með tvö GSÍ mót í sumar, við munum halda Íslandsmótið í holukeppni 19-21 júní á Jaðarsvelli og einnig Íslandsmót golfklúbba eldri kylfinga efstu deild 20-22 ágúst þar sem okkar menn í GA munu keppa.

Herramót RUB23 verður á sínum stað ásamt Kvennamóti Forever og önnur þekkt mót eins og Hjóna- og parakeppni Golfskálans og GA, Höldur Open og Icewear bomban verða einnig á dagskrá í ágúst.

Þá verður Akureyrarmótið haldið 8-11 júlí á Jaðarsvelli þar sem Akureyrarmeistari verður krýndur.

Arctic Open verður haldið 24-26 júní og verður það hið glæsilegasta í ár, fjöldinn allur hefur nú þegar skráð sig á mótið og minnum við kylfinga á að hægt er að skrá sig með því að senda póst á skrifstofa@gagolf.is

Fleiri mót verða í sumar en eru ekki komnar dagsetningar á þau. Við hvetjum kylfinga til að taka frá þá daga sem mótin eru sem þeir vilja taka þátt í og njóta sumarsins með okkur.