Minnum á aðalfund GA í kvöld

Ágætu GA félagar.

Við minnum á aðalfund golfklúbbsins sem fram fer í kvöld á Jaðri og hefst hann kl. 20:00.

Við viljum benda á að skýrsla stjórnar sem og ársreikningur fyrir síðasta starfsár hafa verið sett inn á heimasíðuna okkar og má skoða það með því að smella hér

 Hvetjum við ykkur endilega til að skoða skýrslu stjórnar og ársreikninginn þar sem við ætlum ekki að hafa eins mikið af útprentuðum eintökum á fundinum sjálfum og hefur verið undanfarin ár.

Hlökkum til að sjá ykkur!