Minnum á að búið er að opna Golfhöllina

Við viljum minna á búið er að opna Golfhöllina og er hægt að sjá allar upplýsingar um opnunartíma sem og verðskrá í golfhermana nér að neðan:

Aðgangur að golfhöllinni er innifalinn í árgjaldi félaga í Golfklúbbi Akureyrar.  Fyrir gesti gildir eftirfarandi verðskrá

Tegund Upphæð
Dagpassi 1.000 kr.
Vikupassi 3.500 kr.
Mánaðarpassi 6.000 kr.
Vetrarpassi 17.000 kr.


Viku-, mánaðar- og vetrarpassar fást í Golfhöllinni.  Aðgangur að golfhermum er hvorki innifalinn í ofangreindum verðum né árgjaldi félaga í GA.

Golfhermar

Í boði eru tveir golfhermar af bestu gerð. Margir frábærir golfvellir í boði. Hægt er að bóka fasta tíma í vetur.  Upplýsingar fást í síma 462 3846 eða á með því að senda fyrirspurn.  Stakur tími er 1. klst. 

Til kl. 16 virka daga* Eftir kl. 16 virka daga og um helgar
Stakur tími: Protee: 2.000 kr.  Trackman:  2.800 kr. Stakur tími: Protee: 2.000 kr.  Trackman: 3.200 kr.
Bronskort (10 klst. kort):   Trackman: 24.000 kr. Silfurkort (10 klst. kort): Protee: 15.000 kr.  Trackman: 28.000 kr.
  Hópakort (25 klst. kort):   Trackman: 62.000 kr.
* Leik þarf að vera lokið kl. 16
 

Opnunartími Golfhallarinnar er eftirfarandi.  Athugið að hægt er að bóka golfherma öll kvöld vikunnar.  Vinsamlegast hafið samband við Ágúst í síma 857 7009 ef pantað er utan venjulegs opnunartíma.

  • mánudaga - fimmtudaga: frá kl. 9 - 21, lengur ef golfhermar eru í útleigu.
  • föstudaga frá kl 9 - 19, lengur ef golfhermar eru í útleigu.  
  • laugardaga og sunnudaga frá kl. 10 - 18, lengur ef golfhermar eru í útleigu.

 

Vinsamlegast athugið að á mánudögum milli 13:00 og 14:00 og á föstudögum milli 13:00 og 15:00 munu félagar úr Félagi eldri borgara á Akureyri pútta hjá okkur í Golfhöllinni.  Það er að sjálfsögðu allt opið á meðan en biðjum við ykkur að taka tillit til þeirra.