Minnisvarði um fyrsta golfvöllinn á Akureyri

Framkvæmdir hafa staðið yfir á gatnamótum Naustatanga og Hjalteyrargötu við Slippsstöðina á Akureyri, þar sem verið er að koma fyrir minnisvarða um fyrsta golfvöll Golfklúbbs Akureyrar.

Á þessum stað var fyrst leikið golf í bænum árið 1935 og var völlurinn í notkun í tíu ár. Minnisvarðinn var afhjúpaður á 50 ára afmælisári Golfklúbbs Akureyrar árið 1985.

Á skildinum er Slippsstöðinni þakkað fyrir margvíslegan stuðning við GA í gegnum árin.