Mikil vinna í gangi á Lundsvelli

Líkt og í fyrra hefur GA umsjón með Lundsvelli og hafa vallarstarfsmenn unnið hörðum höndum þar undanfarið.

Veturinn var flötunum erfiður og ekki hjálpaði vorið til en nú er allt á réttri leið. 

GA félagar spila að sjálfsögðu endurgjaldslaust á vellinum og hvetjum við alla til að skella sér yfir í Lundsskóg og spila þennan stórskemmtilega völl :)