Mikið um að vera hjá Kvennanefnd GA

Halló, halló „Golfgellur“

 Nú er hægt að skrá sig inn á golf.is á kvennagolfið vön/óvön n.k. mánudag 13. júlí kl. 17.30. Síðast mættu 28 konur og skemmtu sér vel. Nú ætlum við að spila Texas scramble þ.e.a.s. tvær saman, báðar taka upphafshögg og báðar spila frá betri boltanum. Endilega að hvetja konur í kringum ykkur til að mæta og hafa gaman saman.

 Kvennagolfið vön/óvön er þannig hugsað að þær sem reyndari eru leiðbeina þeim sem styttra eru komnar og fara með þeim yfir reglur og umgengi á golfvellinum. Allt til gamans gert og gott fyrir þær sem eru að byrja að stíga sín fyrst skref á golfvellinum. Næsta kvöld er 13. júlí, kl. 17.30 og síðan 27. júlí og 17. ágúst.

Nú er það þannig að það verða teknir frá ákveðnir margir rástímar og konur þurfa svo að skrá sig inn fyrir hádegi á spiladeginum. Eftir hádegi verður opnað fyrir almennt spil. Við reynum svo að mæta allar vel fyrir kl. 17.30 og röðum saman vön/óvön eins og hægt er burt séð frá því hvernig við skráðum okkur inn á golf.is Einnig er hægt að hringja upp á Jaðar og láta skrá sig. Eftir golfið drögum við svo úr skorkortum nokkra góða vinninga.

 Minnum svo á "Hatta- og pilsamótið" okkar föstudaginn 17. júlí. Það verður eitthvað! :) Flottir vinningar í boði en allt er þetta aðallega gert til að hafa gaman saman. Golf er æðislegt! :)  Munið að skrá ykkur þar líka og mæta svo í síðpilsum og með hatta, já og með góða skapið!  

 Stjórn kvennanefndar GA