Mikið um að vera á vellinum næstu daga

Kæru kylfingar nú er Arctic Open í fullum gangi hjá okkur og er völlurinn því mikið upptekin.

Einnig er LEK mótaröðin á laugardag og sunnudag næstkomandi svo það er mikil traffík á vellinum næstu daga.

Því viljum við minna GA félaga á að þeir spila frítt á Lundsvelli og er opið þar alla helgina. Ekki skemmir fyrir að það sé spáð blússandi góðu veðri þar.