Mikið spilað á Jaðarsvelli í sumar

Sumarið hefur verið okkur norðanmönnum mjög gott golflega séð þegar það loksins kom eftir harðan vetur. Júní mánuður var mjög hlýr og góður, en ekki var opnað inn á sumarflatir fyrr en 17. júní.

Ef teknar eru skráningar á Jaðarsvöll frá því 1. júní þá eru spilaðir hringir til og með 10. september orðnir 19.106 talsins sem er að meðaltali 187 hringir á dag. Miðað við árið í fyrra frá 1. júní til loka september þá voru það 166 hringir að meðaltali á dag.


2012 er allur september tekinn með en 2013 einungis til 10. september

Færri voru skráðir á völlinn í júní 2013 en 2012 og er skýringin sú að ekki var opnað inn á sumarflatir fyrr en 17. júní, aðeins fleiri spila golf í júlí í ár en í fyrra en aðeins minni traffík var í ágúst í ár miðað við árið í fyrra.

 

Súluritið að ofan sýnir skiptingu milli spilaðra hringja hjá klúbbfélögum og gesta og þeirra sem taka þátt í mótum.

Miðað við þessar tölur þá er gríðarlegt álag á völlinn okkar og því mikilvægt að við göngum vel um.