Miðnætursólin mætti á Arctic Open

Mynd tekin á 1. teig um miðnætti í kvöld
Mynd tekin á 1. teig um miðnætti í kvöld

Nú er seinni dagurinn hálfnaður og hefur mótið gengið frábærlega fram til þessa. Um miðnætti var glæsilegt veður, þar sem miðnætursólin naut sín til fulls. Stemningin hjá kylfingum hefur verið mjög góð, þrátt fyrir smá kulda, en sjálfboðaliðar hafa boðið heitt kakó og sér norðlenskt soðið brauð með hangikjöti til þeirra sem þiggja. Erlendu þátttakendurnir hafa staðið sig mjög vel í punktakeppninni, en Íslendingarnir hafa vinninginn í höggleiknum. Nánari úrslit má svo finna inn á golf.is