Miðlun Fasteignir - Úrslit

Síðasta mót sumarsins samkvæmt mótaskrá haldið á laugardag

Miðlun Fasteignir gaf verðlaun í þetta mót.

Helstu úrslit: Höggleikur án forgjafar

Fylkir Þór Guðmundsson lék á 68 höggum eða 3 höggum unir pari vallarins, í 2. sæti var Andri Geir Viðarsson á 75 höggum og í 3. sæti Jón Gunnar Traustason á 80 höggum

Höggleikur með forgjöf

Ómar Sæberg Gylfason var í 1. sæti á 68 höggum, í 2. sæti var Þórarinn Valur Árnason á 69 höggum og í 3. sæti Snorri Páll Guðbjörnsson á 70 höggum.

Nándarverðlaun voru á öllum par 3 holum vallarins

4. braut Orri Stefánsson 2.45 m

6. braut Auður Dúadóttir 11.59 m

Enginn kylfngur mældi á 11. braut

14. braut Albert Hannesson 6.62 m

18. braut Slobodan Milisic 5.32 m

Sérstök verðlaun í mótinu hlaut Toni, Jonas Jose Mellado fyrir góða nýtingu.

Samkvæmt útgefinni mótaskrá þá var þetta síðasta mót sem haldið er af kappleikjanefnd GA þetta sumarið, en ef veður breytist og aðstæður leyfa þá er aldrei að vita nema skellt verði á móti.