Meistaramót Lunds um helgina

Árlegt meistaramót GLF verður haldið á Lundsvelli á sunnudaginn, og er skráning í fullum gangi á golf.is. 

 

Einungis verður spilaður einn 18. holu hringur í mótinu, og keppt verður í höggleik án forgjafar í bæði karla- og kvennaflokki til að ákvarða klúbbmeistarann. Einnig verða veitt verðlaun fyrir höggleik með forgjöf þannig allir eiga flottan séns á verðlaunum. Meðlimum GA er auðvitað velkomið að taka þátt í mótinu og er því um að gera að skella sér, þar sem okkar völlur verður lokaður nánast alla helgina vegna Íslandsmót unglinga í holukeppni.