Meistaramót GLF

Lundsvöllur
Lundsvöllur

Næstkomandi sunnudag fer fram meistaramót GLF.  GA félögum er heimilt að taka þátt í því móti og fer skráning fram á golf.is.

Hægt er að smella hér til að skrá sig

Hvetjum við sem flesta félaga okkar til þess að skella sér austur fyrir og taka þátt í meistaramótinu.

Það er allt á mjög góðri leið á Lundsvelli og flatirnar alltaf að verða betri og betri.  Það hefur gengið mjög vel í sumar að koma rækt í flatirnar og erum við mjög ánægðir með þá þróun sem hefur átt sér stað, þó svo að það sé örlítið í það að allir flatir loki sér alveg.  Það gras sem er að loka flötunum er nánast eingöngu túnvíngull sem er einmitt það sem við viljum þar sem við erum þess fullvissir að það muni skila flötunum betri strax næsta vor.

Einnig hvetjum við alla kylfinga til að skella sér á Lundsvöll, það verður enginn svikinn af því :)