Meistaramót GA - staðan í meistaraflokki fyrir lokadag

Staðan fyrir lokadag

Nú að loknum 3 dögum þá er staðan hjá meistaraflokki eftirfarandi:

Ólafur Gylfason er í efsta sæti á 221 höggi, Örvar Samúelsson á 228 höggum í 2. sæti, Sævar Þór Sævarsson og Skúli Eyjólfsson eru jafnir í 3. - 4. sæti.

Sunna Sævarsdóttir var best í meistaraflokki kvenna á 260 höggum og Halla Berglind í 2. sæti á 268 höggum, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir er í 3. sæti á 272 höggum og í því 4. er Petrea Jónasdóttir.

Við setjum inn úrslit jafn óðum á www.golf.is