Meistaramót GA í næstu viku

Nú fer að styttast í meistaramótið okkar og skráning hefur verið opnuð á golf.is. Allir flokkar og teigar eru komnir í lýsingu mótsins, en mótið er 4 dagar og hefst þann 4. júlí. Að móti loknu verður svo slegin upp veisla í sal golfskálans og klúbbmeistarar ársins 2018 tilkynntir.

Völlurinn okkar er í fábæru standi og hvetjum við sem flesta GA félaga að taka þátt. Veðurspáin er okkur líka hagstæð :)

Sameinumst um að gera gott mót enn betra með góðri þátttöku og tökum þátt í skemmtilegum höggleik.

 

Ef einhverjar spurningar vakna má hringja á skrifstofu vallarins í síma 462-2974