Meistaramót GA, Átaks & Aqua Spa

Nú er leik lokið hjá öldungaflokkum og unglingum.

Þátttakendur sem hófu leik í mótinu í ár voru í fullorðinsflokkum 163 og unglingar 35 en þeir spiluðu á mánudag og þriðjudag. Keppendur hafa fengið allar gerðir af veðri þessa 3 daga sem búnir eru sól og blíðu með sunnan átt, bjart, sól og frekar napurt og svo rigningu í gær.

Mótinu líkur hjá forgjafarflokkunum í dag. Haukur "Duddi" ræsti 4. flokk karla út kl. 7.00 í morgun, síðan spilar 3. flokkur karla, 2. flokkur kvenna, 2. flokkur karla, 1. flokkur kvenna og 1. flokkur karla, meistaraflokkur kvenna byrjar svo kl 12.10 og meistaraflokkur karla 12.30 og þeir bestu ræstir út síðast eða kl. 13.30 

Lokahóf og verðlaunaafhending er svo áætluð um kl 20.00 í kvöld.

Öldungameistari GA 2011 var Haraldur Júlíusson á 246 höggum og meistari unglinga 14 ára og yngri var Kristján Benedikt Sveinsson á 229 höggum.

Guðný Óskarsóttir sigraði flokk kvenna 50 ára og eldri og Anna Freyja Eðvarðsdóttir sigraði flokk kvenna 65 ára og eldri. Í öldungaflokki karla 70 ára og eldri sigraði Hilmar Gíslason.

Öll úrslit einstakra flokka er að finna www.golf.is