Akureyrarmótið verður 10-14 júlí

Akureyrarmótið 2019, meistaramótið, verður 10-14 júlí þetta árið og því geta félagsmenn farið að skipuleggja sumarfríið í kringum þessar dagsetningar :)

Verðlaunaafhending og veisluhöld verða á laugardagskvöldinu þar sem GA félagar ætla að gera sér glatt kvöld og hvetjum við sem flesta til að fjölmenna á þetta skemmtilega mót.

Nýtt fyrirkomulag verður á meistaramótinu í nokkrum flokkum í ár sem verða kynntir nánar innan tíðar, þar á meðal punktakeppni í stað höggleiks í sumum flokkum.
Félagsmenn geta nú þegar skráð sig í mótið á golf.is.