Meistaramót GA

Lokahóf og verðlaunaafhending Akureyrarmótsins verður haldin í kvöld, laugardaginn 9. Júlí og mun veislan fara fram hér í golfskálanum á Jaðri.  

Húsið opnar kl. 18:30 og upp úr kl. 19:00 verður grillveisla að hætti Vídalín.  Að mat loknum verður svo verðlaunaafhending.

 

Hvetjum alla þátttakendur sem og aðra GA félaga til að mæta og gera sér glaðan dag og fagna með verðlaunahöfum!