Meistaramót GA 2010

Keppni hefst mánudaginn 5. júní hjá börnum og unglingum. Keppt verður í 4 flokkum barna og unglinga mánudag og þriðjudag.

Keppt verður i drengjaflokki 14 ára og yngri - sem spila 18 holur hvern dag. Skráning á www.golf.is Rástímar frá kl. 8.00 á mánudag, ræst  út eftir skori á þriðjudag frá kl. 8.00. Keppt verður í einum stúlknaflokki 14 ára og yngri sem einnig spila 18 holur hvern dag. Skráning á www.golf.is.

Ennfremur verður keppt í tveimur byrjendaflokkum, þ.e. stúlkna og drengja. Byrjendaflokkur spilar af sér teigum á seinni 9 holunum. Golfkennari raðar niður í ráshópa. Byrjað verður að ræsa út frá kl. 8.15 báða dagana. Mætið tímanlega :)

Seinnipartinn á þriðjudeginum verður svo lokahóf/verðlaunaafhending fyrir alla sem tóku þátt - Grillaðar pylsur í boði Norðlenska og svali í boði Vífilfells.

Þeir foreldrar/aðstandendur sem vilja er frjálst að labba með.

Ekkert þátttökugjald fyrir börn 14 ára og yngri

Hjá fullorðnum er keppt í eftirfarandi flokkum.

  1. Meistaraflokki karla              (forgjöf 5,4 og lægri)
  2. Meistarflokki kvenna             (forgjöf 14.5 og lægri)
  3. 1. flokki karla                           (forgjöf 5,5-12,5)
  4. 1. flokki kvenna                        (forgjöf 14,6-26,4)
  5. 2. flokki karla                           (forgjöf 12,6-18,0)
  6. 2. flokki kvenna                         (forgjöf 26,5-36)
  7. 3. flokki karla                           (forgjöf 18,1-24,5)
  8. 4. flokki karla                           (forgjöf 24,6-36)
  9. 50-64 ára konur          
  10. 65 ára og eldri konur
  11. 55-69 ára karlar
  12. 70 ára og eldri karlar

 

Meistaraflokkur karla leikur á hvítum teigum

Meistaraflokkur kvenna og 4. flokkur karla leika á bláum teigum

Karlar 70 ára og eldri leika á rauðum teig

 

Í öllum flokkum skal leika 72 holu höggleik án forgjafar, nema öldungaflokkum karla og kvenna þar eru leiknar 54 holur.

Sigurvegarar í meistaraflokkum kvenna og karla hljóta titilinn Akureyrarmeistari í golfi. Sigurvegarar í öðrum flokkum hljóta meistaratitil viðkomandi flokks. Verði keppendur jafnir í verðlaunasætum skulu þeir leika 3. holu umspil 1,4 og 9 holu. Verði þeir þá enn jafnir skulu þeir leika bráðabana á 18. holu.

 Mótsstjórn

Gunnar Vigfússson

Halla Sif Svavarsdóttir

Starfsmenn skrifstofu GA    Sími 462 2974

 Dómarar:

Tryggvi Jóhannsson GSM 865 2625

Þórhallur Pálsson    GSM 892 8959

Þátttökugjald kr. 5.000.-

Unglingar 15 - 18 ára 2.500.-