Meistaramánuður Íslandsbanka

Við hvetjum sem flesta að vera með!

Meistaramánuður Íslandsbanka hófst 1. febrúar. Það er því ekki seinna vænna að setja sér markmið og skora sig á hólm.

Markmiðin geta verið af ýmsu tagi og það geta allir tekið þátt. Hvort sem þú vilt skilja við sykurinn, príla upp á fjöll, lesa meira eða gefa mömmu blóm á hverjum degi. Til þess að verða meistari í þínu lífi þarftu bara að setja þér raunhæf markmið og standa við þau, EINS OG MEISTARI.
 

Endilega fylltu út dagatalið þitt, prentaðu það svo út og hengdu upp á áberandi stað.
Þú getur líka deilt því með vinum á netinu til að fá meiri hvatningu!
Þú finnur allar upplýsingar á meistaramanudur.is #meistari