Lundsvöllur opnar í dag - 13. Júní

Lundsvöllur
Lundsvöllur

Það er komið að því! Lundsvöllur í Fnjóskadal, einn af veðursælustu golfvöllum landsins mun loksins opna í dag, laugardaginn 13. Júní.

Til að byrja með verður spilað inná vetrargrín á öllum holum, veturinn var þungur í Fnjóskadalnum en vallarstarfsmenn leggja allt sitt af mörkum til að gera völlinn betri og treystum við einnig á að veðurblíðan austan við heiði hjálpi okkur. 

Auðvitað opnar einnig veitingaskálinn við völlinn þar sem menn geta fengið sér veitingar og svalað þorstanum. Við hvetjum því alla til að gera sér ferð yfir í dal og taka hring á Lundsvelli bráðlega.