Lundsvöllur opnar á morgun

Golfklúbburinn Lundur opnar völl sinn fyrir kylfinga á morgun, laugardaginn 25. maí.

Völlurinn hefur komið, líkt og Jaðar, frábærlega undan vetri og hafa vallarstarfsmenn okkar unnið hörðum höndum undanfarna daga við að hafa hann sem allra bestan við opnun.

Við bindum miklar vonir við að völlurinn verði frábær í sumar og teljum með komu ganganna að umferð þar eigi eftir að aukast. 

Meðlimir GA spila völlinn frítt, og það er því upplagt að gera sér góðan dag og kíkja á þennan flotta 9 holu völl. 

Ekki skemmir fyrir að renna í gegnum sjóðheit Vaðlaheiðargöng og vera mætt á völlinn á 25 mínútum frá skápnum sínum á Jaðri :)