Lundsvöllur opnar á laugardag!

Þá fer allt að verða klárt á Lundsvelli fyrir sumaropnunina og ríkir mikill spenningur í meðlimum okkar að fá að spreyta sig í skóginum.

Það á að opna formlega klukkan 13:00 laugardaginn 27. maí og verður skálinn einnig opinn alla helgina.

Við hvetjum kylfinga til að skreppa í Lundskóg og taka góðan golfhring um helgina, völlurinn kemur betur undan vetri en hann gerði í fyrra :)