Íslandsmót golfklúbba - staðan

Íslandsmót golfklúbba hélt áfram í dag, þar sem okkar menn spiluðu við Suðurnesin. Þetta var mikilvægur leikur fyrir strákana, þar sem bæði lið voru á leið í neðri riðilinn. Strákarnir stóðu sig með glæsibrag og sigruðu 5-0! Flott spilamennska hjá strákunum sem heldur svo vonandi áfram út mótið. Seinna í dag mæta þeir Leyni, sem var í neðsta sæti í sínum riðli, en sigur í þeim leik svo gott sem tryggir áframhaldandi veru okkar í efstu deild. Það eru því spennandi leikir framundan og verður gaman að fylgjast með þeim í dag og á morgun. 

GA 5 - 0 GS

Víðir Steinar og Eyþór Hrafnar sigra 4/3 - geggjað duo
Óskar Páll og Lárus Ingi sigra 6/4
Ævarr Freyr sigrar 7/6
Örvar sigrar 1/0
Tumi Hrafn sigrar 5/4

Áfram GA