Lilja Maren og Víðir Steinar Akureyrarmeistarar 2025

Akureyrarmótinu lauk á laugardaginn í flottu veðri á Jaðarsvelli en smá skúrir komu á lokahollin þegar þau voru á síðustu holunum en það stoppaði ekki fjölda fólks við að mæta upp á völl og fylgjast með okkar bestu kylfingum. Veðrið á mótinu var eins og best verður á kosið í fjögurra daga móti og nutu kylfingar þess að spila sinn heimavöll sem er í toppstandi þessa dagana í flottu golfveðri. 

Þáttaka í mótið var flott, 148 kylfingar reyndu að sigra sinn flokk og var hart barist á mörgum vígstöðum þar sem barist var um gullið allt fram á síðustu holu.

Fór það svo að Lilja Maren Jónsdóttir og Víðir Steinar Tómasson sigruðu meistaraflokkana, Lilja með þónokkrum yfirburðum en Víðir tók forustuna í fyrsta sinn á 16. holu á lokadegi mótsins af Vali Snæ sem var búinn að leiða allt mótið. Lilja Maren var að vinna sinn fyrsta Akureyrarmeistaratitil í meistaraflokki en faðir hennar, Jón Steindór Árnason, varð Akureyrarmeistari fyrir tuttugu árum síðan og afi hennar, heiðursfélaginn Árni Jónsson, varð Akureyrarmeistari fyrir fimmtíu árum síðan eða 1975. Víðir Steinar var að vinna sinn annan Akureyrarmeistaratitil en hann varð meistari fyrir níu árum síðan í fyrsta sinn. 

Úrslit í öllum flokkum er hægt að nálgast hér
Hér má sjá efstu þrjá í öllum flokkum:
Meistaraflokkur kvenna
1. sæti: Lilja Maren Jónsdóttir +30 82-77-72-73
T2. sæti: Björk Hannesdóttir +40 91-76-80-77
T2. sæti: Kara Líf Antonsdóttir +40 86-75-82-81

Meistaraflokur karla 
1.sæti: Víðir Steinar Tómasson +10 78-72-73-71
2.sæti: Valur Snær Guðmundsson +11 71-74-73-77
3.sæti: Tumi Hrafn Kúld +14 78-74-75-71

1. flokkur kvenna
1.sæti: Guðríður Sveinsdóttir +36 83-75-84-78
2.sæti: Halla Berglind Arnarsdóttir +56 86-87-81-86
3.sæti: Ragneiður Svava Björnsdóttir +73 84-82-95-96

1. flokkur karla
1.sæti: Starkaður Sigurðarson +29 82-78-77-76
2.sæti: Jónatan Magnússon +35 81-81-77-80
3.sæti: Finnur Bessi Finnsson +49 84-83-85-81

2. flokkur kvenna
1.sæti: Guðrún Karítas Finnsdóttir +102 96-92-105-93
2.sæti: Birna Baldursdóttir +112 103-95-102-96 

2. flokkur karla
1.sæti: Ingi Torfi Sverrisson +52 85-85-82-84
2.sæti: Baldvin Orri Smárason +53 85-85-86-81
3.sæti: Óskar Jensson +56 83-88-78-91

3. flokkur kvenna
1.sæti: Bryndís Björnsdóttir +99 100-104-108
2.sæti: Karólína Birna Snorradóttir +100 105-104-104
3.sæti: Linda Rakel Jónsdóttir +110 107-117-99

3. flokkur karla
1. sæti: Kári Gíslason +62 94-86-85-81
2.sæti: Stefán Sigurður Hallgrímsson +75 95-85-89-90
3.sæti: Auðun Aðalsteinn Víglundsson +81 95-90-87-93

4. flokkur kvenna
1.sæti: Sólveig María Árnadóttir +96 99-104-106
2.sæti: Þórunn Sigríður Sigurðardóttir +104 109-104-104
3.sæti: Páley Borgþórsdóttir +106 105-109-105

4. flokkur karla 
1. sæti: Gunnar Gunnarsson +79 96-96-100 - sigur í bráðabana
2.sæti: Árni Rúnar Magnússon +79 94-98-100
3.sæti: Stefán Bjarni Gunnlaugsson +81 92-101-101

5. flokkur karla
1.sæti: Friðrik Tryggvi Friðriksson +119 109-111-112
T2. sæti: Ómar Pétursson +139 118-120-114
T2. sæti: Magnús G. Gunnarsson +139 113-115-124

Öldungar karlar 50+
1.sæti: Anton Ingi Þorsteinsson +10 70-72-81
2.sæti: Guðmundur Sigurjónsson +14 78-75-74
3.sæti: Jón Steindór Árnason +15 75-75-78 

Öldungar konur 50+
1.sæti: Guðrún Sigríður Steinsdóttir +40 78-89-86
2.sæti: Unnur Elva Hallsdóttir +51 96-86-85
3.sæti: Birgitta Guðjónsdóttir +57 89-88-93

Öldungar karlar 70+
1.sæti Birgir Ingvason +19 77-75-80
2.sæti: Heimir Jóhannsson +30 86-81-71
3.sæti: Guðmundur Gíslason +60 97-92+84

14 ára og yngri strákar
1.sæti: Kristófer Áki Aðalsteinsson +27 79-72-89
2.sæti: Bjarki Þór Elíasson +45 82-86-90
3.sæti: Jóakim Elvin Sigvaldason +61 90-95-89

14 ára og yngri stelpur
1.sæti: Embla Sigrún Arnsteinsdóttir +74 99-92-96

Við þökkum þeim kylfingum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna - einstaklega skemmtilegt mót og frábær þátttaka í ár. Kylfingar mættu síðan vel á lokahófið og fögnuðu góðum árangri og ræddu öll höggin sem þeir höfðu slegið dagana á undan. Við hlökkum til að gera Akureyrarmótið enn stærra á næsta ári og taka á móti okkar frábæru félögum.