Liða púttmótaröð GA 2015

Nú ætlum við að fara af stað með nýja og skemmtilega púttmótaröð hjá okkur í Golfhöllinni - Liða púttmótaröð GA.

Fyrirkomulag keppninnar verður þannig að fjórir einstaklingar mynda hvert lið. (Hverju liði er þó heimilt að hafa einn varamann, sem tilkynna þarf við skráningu). Þegar að skráningarfrestur rennur út verður dregið í riðla og keppni hefst. Það spila allir við alla í sínum riðli.  Þegar að riðlakeppni líkur verður úrslitakeppni haldin og stefnt er að því að hún fari fram upp úr miðjum apríl ( fer þó allt eftir fjölda liða).

Í hverri umferð í riðlakeppninni verða spilaðir tveir einmenningar og einn tvímenningur og er hver leikur 36 holu holukeppni.

Góð verðlaun í boði fyrir efstu liðin.

Þátttökugjald er 12 þúsund krónur á lið og rennur þátttökugjaldið í unglingastarf GA.

Skráning fer fram á agust@gagolf.is eða í síma 857 7009

Skráningafrestur til og með 15. janúar.  Fyrsta umferð hefst svo mánudaginn 19. janúar. (gefnir verða nokkrir dagar til að klára hverja umferð fyrir sig)

Allir velkomnir.