LEVI´S OPEN - Púttmót í Golfhöllinni

Unglingaráð heldur púttmót á sunnudaginn.

Ákveðið er að setja á eitt púttmót til styrktar unglingastarfinu núna á sunnudaginn þar sem veðurstofan spáir frosti í lok vikunnar og fram yfir helgi.

Mótið verður frá kl. 10 - 18 þ.e. kylfingar geta mætt á hvaða tíma sem er tekið 2 x 18 holur og gildir betri hringurinn.

Unglingar 18 ára og yngri greiða kr. 500.- fullorðnir kr. 1.000.-

Verðlaun í boði LEVI´S