Leikir GA í Íslandsmóti golfklúbba

Nú er komið að Íslandsmóti golfklúbba, sem leikið verður á Urriðavelli og í Leirdalnum um helgina. GA á sveit í efstu deild karla, þar sem 8 af okkar sterkustu kylfingum etja kappi við sveitir annara golfklúbba. Strákarnir héldu sér í deild þeirra bestu í fyrra, en í ár er stefnan sett á betri árangur hjá þessari skemmtilegu sveit.
 
Sveit okkar manna:
Örvar Samúelsson
Tumi Hrafn Kúld
Víðir Steinar Tómasson
Eyþór Hrafnar Ketilsson
Lárus Ingi Antonsson
Óskar Páll Valsson
Ævarr Freyr Birgisson
Mikael Máni Sigurðsson

Ef fólk hefur möguleika á, hvetjum við alla til að mæta og styðja okkar klúbb til sigurs í þessu flotta móti. 
 
Leikjafyrirkomulag:
 
26.7 kl. 8:00 GA - GKG
 
26.7 kl 14:44 GA - GK
 
27.7 kl 8:00 GA - GS