Laus pláss í hjóna- og paramótið

Hjóna og paramótið hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem eitt skemmtilegasta mótið sem við höldum hér á Jaðri á hverju ári.
Vel er sótt í mótið og til mikils að vinna, en vegleg verðlaun eru í boði Golfskálans og var t.d. flug fyrir sigurliðið til Bandaríkjanna í fyrstu verðlaun á síðasta ári. 
Spilaður verður betri bolti fyrri daginn og greensome seinni daginn. Þetta er góð tilbreyting frá hefðbundnum mótum sem lætur liðin vinna saman til að ná sem bestum árangri.

Vegna óheppilegra forfalla hafa nú losnað 2 pláss í mótið í ár, fyrstur kemur fyrstur fær. Hvetjum alla til að stökkva á þetta tækifæri og spila í þessu frábæra móti.

Fyrir skráningu í mótið er að senda póst á skrifstofa@gagolf.is eða hringja í síma 462-2974.