Laus pláss í golfnámskeið í næstu viku

Golfnámskeið barna og unglinga halda áfram í komandi viku, og enn eru nokkur laus pláss. Námskeiðin hafa verið mjög vinsæl hjá okkur í sumar, enda flottur hópur af okkar bestu kylfingum sem stendur að þjálfun krakkanna.

Kennt er á milli 9-12 frá mánudegi til föstudags, og matur er svo fyrir börnin á milli 12-12:30 eftir að kennslu lýkur. Lagt er upp með að kenna grunnatriði golfsins með æfingum og leikjum, en einblína þó á skemmtilega upplifun fyrir krakkana.

Hægt er að skrá á námskeiðið í síma 462-2974, eða með því að senda póst á skrifstofa@gagolf.is.