Lárus Ingi og Andrea Ýr á verðlaunapalli í hófi GSÍ

Uppskeruhátíð GSÍ fór fram á sunnudaginn

Uppskeruhátíð GSÍ fór fram á sunnudaginn en þar voru krýndir stigameistarar ársins á Áskorendamótaröðinni, Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. 

Golfklúbbur Akureyrar átti 2 kylfinga meðal þessa flotta afreksfólks. Lárus Ingi Antonsson varð í 3 sæti í flokki 14 ára og yngri drengja og Andrea Ýr Ásmundsdóttir varð í 3 sæti í flokki stúlkna 14 ára og yngri

Stigameistarar í karla- og kvennaflokki urðu systkinin Signý og Rúnar Arnórsbörn bæði úr Golfklúbbnum Keili. Efnilegustu kylfingar ársins 2013 eru þau Gunnhildur Kristjánsdóttir og Aron Snær Júlíusson bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. 

Myndir frá uppskeruhátíðinni má finna á www.gsimyndir.net