Lárus Ingi Antonsson keppir á Opna Franska og unglingarnir í Sandgerði

Lárus Ingi hóf leik á Opna Franska áhugamannamótinu í dag og er jafn í 56.sæti eftir daginn eftir að hafa spilað 6 yfir pari.  Ísland er með sex keppendur í mótinu og er Hákon Örn Magnússon á besta skori íslensku keppendanna á pari vallar og situr í 6.sæti.  

Hægt er að fylgjast með mótinu hjá Lárusi hér: https://www.golf.is/sex-islenskir-keppendur-a-opna-franska-ahugamannamotinu-sem-fram-fer-a-chantilly-gc/

GA er með 14 keppendur í fyrsta stigamóti unglinga á GSÍ mótaröðinni sem fer fram í Sandgerði um helgina.  17-21 árs flokkarnir hófu leik í dag og var Mikael Máni með besta hring okkar fólks á einum undir pari vallar og situr í öðru sæti í sínum flokki.

16 ára og yngri hefja leik á morgun og hægt er að fylgjast með skori þeirra hér: https://www.golf.is/unglingamotarodin-i-sandgerdi-rastimar-stada-og-urslit/

Það er því spennandi helgi framundan hjá okkar fólki, áfram GA!