Landsmóti unglinga í Eyjum lokið

Staða GA krakkanna.

Landsmót unglinga í höggleik er haldið í Vestmannaeyjum.

Golfklúbbur Akureyrar á 13 unglinga í mótinu og eru þau að standa sig með miklum sóma.

Eftir 1. hring er Stefanía Elsa í 4 sæti á flokki stúlkna 14 ára og yngri og Guðrún Karítas í 10. sæti. Í flokki stúlkna 17 - 18 ára er Stefanía Kristín í 6 sæti.

Björn Auðunn er í 9 sæti í sínum flokki - 15 - 16 ára drengja.

Í flokki drengja 14 ára og yngri eru Tumi og Ævarr í 19. og 20. sæti á 86 höggum og á eftir þeim koma svo Kristján Benedikt á 90 höggum, Óskar Jóel og Stefán Einar á 93 höggum, Eyþór á 94, Kjartan Atli á 96, Víðir á 97 og Aðalsteinn á 100 höggum.

Víðir varð fyrir því óláni að fá í sig golfkúlu og fékk gat á höfuðið en lét það ekki aftra sér frá að spila í dag.

Veðrið lék við keppendur fyrri hluta dags en þá fór að hvessa 

Staðan eftir tvo daga:

Stefanía Kristín lék á 103 í dag og er í 6. sæti í sínum flokki. 

Stefanía Elsa lék á 96 höggum og er í 4. sæti og Guðrún Karítas lék á 99 höggum og er í 7. sæti

Björn Auðunn lék á sama skori og í gær 78 og er í 11. sæti í sínum flokki

Í flokki drengja 14 ára og yngri er Ævarr í 12 sæti lék á 81 höggi í dag og Kristján Benedikt í 23 sæti lék á 84 höggum, skor hinna drengjanna í flokknum: Tumi og Eyþór léku á 90 á höggum, Kjartan Atli á 91 höggi, Óskar á 95, Stefán Einar á 100 höggum og Víðir á 101. Aðalsteinn bætti sig verulega milli daga lék á 88 í dag.

Lokahringurinn

Stefanía Kristín endaði í 6. sæti í sínum flokki lék í dag á 95 höggum. Sefanía Elsa lék síðasta hring mótsins á 102 höggum og endaði í 4 sæti í sínum flokki og Guðrún Karítas lék á 105 höggum og hafnaði í 8 sæti.

Björn Auðunn lék lokahringinn á 80 höggum og endaði í 10 sæti.

Í flokki 14 ára og yngri drengja var Ævarr í 14. sæti á 84 höggum í dag og Kristján lék á 85 höggum og varð í 19. sæti.

Tumi og Óskar léku á 85 höggum í dag, Kjartan á 86, Eyþór á 94, Stefán Einar lék á 89, Aðalsteinn á 102 og Víðir á 109 höggum.

Flottur árangur GA krakka á landsmóti í Eyjum - Til hamingju.