Lager útsala á Jaðri

Nú höfum við fengið gríðarlegt magn af Ping og FJ vörum til okkar frá ÍSAM og eru verðin algjörlega frábær. Þetta er sannkölluð lagerútsala og mun hún standa til kl.18:00 á fimmtudaginn næsta. Við hvetjum fólk til að koma og kíkja á vörurnar en þeim er stillt upp í stóra salnum á Jaðri. Ljóst er að allir geta fundið eitthvað fyrir sig, skór, stuttbuxur, síðbuxur, bolir, peysur og fleira til á spaugilegu verði. Starfsfólk GA verður hér í hádeginu og tekur vel á móti vinnandi fólki í hádegispásunni :)

Þeir sem versla fyrir 15.000kr eða meira fara í pott og verður einn heppinn viðskiptavinur dreginn út og fær út að borða á Strikinu eða Bryggjunni fyrir 10.000kr! 

Aðeins er hægt að greiða með korti.

Opnunartími er sem hér segir:
Mánudagur: 8-16
Þriðjudagur: 8-16
Miðvikudagur: 8-16
Fimmtudagur: 8-18